Neistaflugstónleikunum aflýst

Í vor tilkynnti Neistaflugsnefndin að ekkert Neistaflug yrði í ár vegna þess óvissuástands sem ríkti í samfélaginu sökum heimsfaraldursins.

Þegar öllu var aflétt í lok júní síðastliðnum ákvað nefndin að halda Neistaflugstónleika á sunnudegi verslunarmannahelgar og var tilkynnt um þá fyrir um viku síðan. Þeim tónleikum hefur nú verið aflýst sökum þeirra samkomutakmarkanna sem ríkisstjórnin boðaði fyrir helgi.


„Upphafleg ákvörðun okkar í vor virðist hafa reynst rétt og við hefðum eflaust átt að halda okkur við hana. Okkur langaði að gera eitthvað þegar takmörkunum var aflétt en í ljósi nýjustu tíðinda fáum við ekkert um það ráðið. Við hlustum á sérfræðingana og aflýsum því Neistaflugstónleikunum í ár,“ segir nefndin í samtali við Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.