Nauðungasala auglýst á 56 íbúðum

Enbætti Sýslumannsins á Seyðisfirði auglýsir í Morgunblaðinu í dag, fyrsta uppboð á 56 íbúðum í þremur blokkum við Kaupvang 41 til 45 á Egilsstöðum.  Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, mánudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 14:00.

kirkjugardsblokkir.jpgBygging blokkanna við Kaupvang, sem oftast eru nefndar Kirkjugarðsblokkirnar í daglegu tali, hófst árið 2003 og þær voru að mestu byggðar á árunum 2004 til 2007.  Blokkirnar eru þrjár með 27 íbúðum hver, alls 71 íbúð.  Nú eru komnar á nauðungasölu 56 af íbúðunum í þessum blokkum.  Gerðarbeiðandi er í öllum tilvikum Vörður tryggingar hf, en stærsti kröfuhafinn er Íbúðalánasjóður. Uppboðsþolar eru fjórir, eitt eignarhaldsfélag um hverja blokk, utan tvær íbúðir, sín í hvorri blokkinni sem eru í eignarhaldi sér félags en félögin heita FFF21, FFK41, FFK43 og FFK45.  Íbúðirnar sem nú fara á nauðungasölu skiptast þannig á blokkirnar, 22 eru í Kaupvangi 41, 18 í Kaupvangi 43 og 16 í Kaupvangi 45.

Þetta uppboð er annað stig af þremur í svona uppboðsferli, sem lýkur með þriðja stiginu, lokasölu sem fer fram innan fjögurra vikna frá þessu uppboði.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.