Nauðgunarkæra í rannsókn

logreglumerki.jpgLögreglan á Egilsstöðum rannsakar nauðgunarkæru sem lögð var fram um seinustu helgi. Kona kærði karlmann sem hún segir hafa brotist inn til sín aðfaranótt sunnudags. Lögreglan rannasakar einnig kæru vegna dýraníðs.

 

RÚV greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar og leitaði aðstoðar hjá nágranna sínum. Maðurinn var handtekinn og sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Þá rannsakar lögreglan einnig kæru um dýraníð sem greint var frá í seinustu viku en skorið var á kynfæri hryssu í hesthúsunum í Fossgerði.

Í samtali við Agl.is í dag sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, að málin tvö væru í rannsókn. Engu væri við það að bæta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.