Nær allir fæddir 2005 eða fyrr boðaðir í bólusetningu

Nær allir íbúar Austurlands, fæddir árið 2005 eða fyrr, eiga nú að hafa fengið boð í bólusetningu í næstu viku vegna Covid-19 veirunnar. Þeir sem ekki hafa fengið boð eru beðnir um að hafa samband við HSA.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Stefnt er að bólusetja um 1300 einstaklinga í næstu viku með bóluefnum frá Pfizer/BioNTech og Janssen.

Boðað er eftir bólusetningarlistum frá embætti landlæknis. Þeir sem fengið hafa boð en ekki getað nýtt sér það, eða ekki enn fengið boðun en vilja bólusetningu, eru beðnir um að senda skilaboð með nafni, kennitölu og GSM númeri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bólusett verður á Egilsstöðum og Eskifirði. Á Vopnafirði verður næst bólusett 14. júlí, þegar komið er að seinni umferð með AstraZeneca auk þess sem í boði verður nýbólusetning en ekki enn vitað með hvaða efni auk bólusetningar fyrir þá sem fengið hafa boð en ekki getað mætt.

Fram að þeim tíma verða Vopnfirðingar boðaðir í bólusetningu á Egilsstöðum. Vilji íbúar þar frekar bíða fram í miðjan júlí geta þeir sent tölvupóst með nafni og kennitölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Sem fyrr er minnt á að mikilvægt er að láta vita komist fólk ekki á tilsettum tíma með að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.