Ný Norðfjarðargöng strax: Söfnun undirskrifta gengur vel

nordfjardargong_undirskriftir_sofnun_web.jpgAðstandendur undirskriftarsöfnunar þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að byrja strax á nýjum Norðfjarðargöngum eru ánægðir með hvernig gengið hefur. Markmiðið er að fá alla íbúa Fjarðabyggðar, átján ára og eldri, til að skrifa undir.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur haft frumkvæði að undirskriftasöfnuninni en bæjarfulltrúar hafa verið framarlega í flokki þeirra sem farið hafa um sveitarfélagið í vikunni. Heimili og vinnustaðir hafa verið heimsótt auk þess sem listarnir hafa legið frammi á bæjarskrifstofunni og verslunum.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð segir að söfnunin hafi gengið mjög vel. Þá hafi „mikil og jákvæð“ viðbrögð borist frá íbúum annarra sveitarfélaga.

Í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í Fjarðabyggð til þess að safna undirskriftum íbúa til að skora á Alþingi og ríkisstjórn Íslands um að framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga. Meðlimir félagasamtaka, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórnendur fyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð verða meðal þeirra sem

Í áskoruninni, sem skrifað er undir, segir að tafir sem orðið hafi á verklegum framkvæmdum við Norðfjarðargöng séu „með öllu óásættanlegar fyrir íbúa og atvinnulíf vegna þeirra hamlandi og skaðlegu áhrifa sem núverandi vegur hefur á framþróun samfélagsins í Fjarðabyggð og lífsgæði íbúa á Austurlandi. Það er óforsvaranlegt að eitt öflugasta sveitarfélag landsins sé klofið í herðar niður með þeim hætti sem fjallgarðurinn um Oddsskarð gerir.“

Þær áttu að hefjast árið 2009 en var frestað eftir hrunið til 2011. Í drögum að nýrri samgönguáætlun er gert ráð fyrir enn frekari frestun, allt til ársins 2015. Skorað er að ríkisstjórnina og Alþingi að tryggja að framkvæmdir geti hafist eins fljótt og hægt er „“eigi síðar en fyrir lok þessa árs, 2012.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.