Mygla fannst í Breiðabliki í Neskaupstað

Undanfarnar vikur hefur verkfræðistofan EFLA unnið að mælingum í húsnæði Breiðabliks í Neskaupstað vegna grunns um myglu. Niðurstöður mælinganna liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að mygla hefur fundist í einhverjum rýmum í húsinu.


Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að nú þegar hefur verið hafin undirbúningur að því að hefja lagfæringar á þeim rýmum sem er ljóst að mygla hefur fundist. Þar er um að ræða föndurherbergi og eina íbúð.

"Um leið og endanleg niðurstaða mælingan liggur fyrir verður hafist handa við undirbúning á þeim aðgerðum sem þarf fara í til að koma í veg fyrir mygluna," segir á vefsíðunni.

Þá segir að fyrir helgina funduðu starfsmenn Fjarðabyggðar með íbúum í Breiðablik og fóru yfir stöðu mála. Endanleg niðurstaða mælingana mun liggja endanlega fyrir í vikunni, og mun þá verða kynnt nánar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.