„Mun auðvitað stórskaða fyrirtækin og samfélögin hér eystra“

Við bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins sem fram fóru á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi kom í ljós að engin loðna fannst við austan við Ísland. Framvæmdarstjóri Síldarvinnslunnar telur þetta gríðarlegt högg. 

 
Á vef Hafrannsóknarstofnunarinnar kemur fram að loðna hafi fundist víða á rannsóknasvæðinu. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2020/2021, var vestast og sunnan til á svæðinu en eldri loðna var mest áberandi norðar á landgrunni Grænlands, austan við Scoresbysund. Lítið fannst af fullorðinni loðnu innan íslenskrar lögsögu og var útbreiðsla loðnunnar vestlæg, líkt og verið hefur undanfarin ár. Þó var minna um loðnu norðanvert á rannsóknasvæðinu en verið hefur undanfarin ár og ekkert fannst norðan við 71°30.

Gunnþór Ingvarsson framkvæmdarstjóri Síldarvinnslunnar segir að þetta sé gríðarlegt högg ef af verður að ekki verði loðna annað árið í röð. Hvað þýðir fyrir markaði hvað þýðir það fyrir markaði fyrir loðnuafurðir til lengri tíma litið.

„Þetta þýðir auðvitað að fyrirtækin hljóta draga saman fyrri hluta árs, þetta mun bitna á fjárfestingum og ýmsu hjá þeim,“ segir Gunnþór

„Þetta mun auðvitað stórskaða fyrirtækin og samfélögin hér eystra tekjulega,“ bætir hann við og bendur greinagerð sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar gerði á síðasta ári eða 2018.

Í þessari greinagerð kemur fram að í Fjarðabyggð var tekið á móti 47% alls loðnuafla á árinu 2018 en á síðustu fimm árum hefur þetta hlutfall verið á bilinu 34% - 47%. Útflutningsverðmæti þeirrar loðnu sem unnin var í Fjarðabyggð á árinu 2018 nam um tíu milljörðum króna.

Loðnubrestur mun lækka launatekjur starfsmanna í sjávarútvegi um rúmlega 13% frá árinu 2018 og að öðru óbreyttu munu launatekjur íbúa sveitarfélagsins lækka um 5% eða um 1,25 milljarð króna.

Í greinagerðinni kemur einnig fram að öðru óbreyttu mun loðnubrestur leiða til þess að tekjur stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna í sveitarfélaginu dragist saman um fimmtung frá árinu 2018.

Samdrátturinn vegna loðnubrestsins mun hafa smitandi áhrif um allt samfélagið. Til dæmis mun draga úr fjárfestingum og þjónustukaupum. Eins mun áhrifa án efa gæta á fasteignamarkaði.

Gera má því ráð fyrir að staðgreiðslutekjur sveitarfélagsins Fjarðabyggðar lækki um 160 milljónir króna á milli ára vegna loðnubrests.

Að lokum má má gera ráð fyrir að tekjur hafnarsjóðs lækki um 100 milljónir. Þannig munu heildartekjur sveitarfélagsins lækka um 260 milljónir króna ef engin loðna veiðist.


Á vef Hafrannsóknastofnunarinnar kemur einni fram að mælingar á veiðistofni loðnu mun að vanda fara fram í janúar/febrúar 2020 og endurskoða ráðgjöfina í ljósi þeirra mælinga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.