Múlaþing vill aðstoð íbúa við að greina húsnæðisþörf á svæðinu

Hvað finnst þér um húsnæðisverð í Múlaþingi? Ert þú líklegur kaupandi að nýju húsnæði í Múlaþingi? Hvað stærð af húsnæði sækist þú eftir?

Ofangreint eru þrjár af allnokkrum spurningum um húsnæðismál sem sveitarfélagið Múlaþing biðlar til íbúa að svara til að geta betur greint húsnæðisþörf sveitarfélagsins til lengri tíma. Könnunin er gerð í samvinnu við Austurbrú og er aðgengileg á heimasíðu Múlaþings hér.

Húsnæðisskortur hefur lengi verið vandamál í Múlaþingi sem og í öðrum sveitarfélögum Austurlands en ólíkt því sem verið hefur um árabil er nú verið að byggja allnokkuð af íbúðum í Múlaþingi, Fjarðabyggð og reyndar Fljótsdal líka. Margar þeirra verða tilbúnar næsta vor eða sumar.

Könnunin er öllum íbúum opin en sérstaklega er óskað svara frá þeim sem eiga lögheimili eða eru með skráð aðsetur í sveitarfélaginu

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.