Múlaþing tekur yfir rekstur Minjasafns Austurlands

Skipa skal tvo fulltrúa Fljótsdalshrepps og tvo frá Múlaþingi í sérstakan starfshóp sem ætlað er að breyta rekstrarfyrirkomulagi Minjasafns Austurlands.

Safnið hefur ávallt verið í eigu og rekið af sveitarfélögunum tveimur en um nokkurt skeið hafa verið hugmyndir uppi um að Múlaþing tæki alfarið yfir rekstur þess og byggðasamlagið lagt niður. Var það svo áskorun frá stjórn safnsins fyrr í þessum mánuði sem kom boltanum af stað en þar jafnframt ákveðið að í kjölfarið yrði stofnað sérstakt fagráð sem færi með málefni safnsins til framtíðar.

Byggðaráð Múlaþings samþykkti svo samróma í vikunni að reksturinn taki ofangreindum breytingum enda í fullu samræmi við fyrri áherslur sem samþykktar hafa verið innan Múlaþings. Lagði byggðaráð til að fulltrúar Múlaþings í starfshópinn yrðu þeir Björn Ingimarsson og Vilhjálmur Jónsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.