Orkumálinn 2024

Múlaþing annast rekstur samkomurýmis á Seyðisfirði

Byggðaráð Múlaþings hefur samþykkt að sveitarfélagið annist rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði fyrir eldri borgara. Því var hinsvegar hafnað að taka þátt í kostnaði við jarðvinnu vegna verkefnisins.


Fjallað var um málið á fundi byggðaráðs í síðustu viku. Fyrir fundinum lá erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses varðandi annars vegar hvort sveitarfélagið sé tilbúið að annast rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði og hins vegar er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess að kostnaði við jarðvinnu vegna verkefnisins.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum félags eldri borgara á Seyðisfirði og samskiptum við fulltrúa Bæjartúns hses þar sem þessi mál voru m.a.rædd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða að því er segir í fundagerð:

„Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið annist rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði í samstarfi við félag eldri borgara á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Bæjartún íbúðafélag hses um leigu húsnæðisins.

Byggðaráð Múlaþings hafnar aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði við jarðvegsframkvæmdir vegna fyrirhugaðs íbúðakjarna á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að koma þessari afstöðu á framfæri við framkvæmdaaðila“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.