Mokafli hjá bátum Loðnuvinnslunnar í nóvember

Báðir bátar Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði gerðu góðar ferðir allan síðasta mánuð en þegar upp var staðið höfðu Sandfell og Hafrafell komið að landi í nóvember með yfir 600 tonn af afla.

Sú mikla veiði nægði til að bátarnir voru í 1. og 2. sæti yfir aflahæstu báta yfir 20 brúttótonnum þann mánuð í landinu öllu samkvæmt vef Aflafrétta. Þetta viðbót við ágætan afla skipa Loðnuvinnslunnar þann sama mánuð.

Sandfellið sjónarmun ofar en Hafrafell með fádæma góðan afla upp á tæp 315 tonn yfir allan mánuðinn en aflinn fékkst í 22 róðrum og mest rúm 25 tonn í róðri. Hafrafellið fór 23 róðra og náði alls 287 tonnum upp á land og mest 24 tonnum í einum og sama róðrinum. Alls 602 tonn sem veiddust.

Meistarabátur nóvembermánaðar samkvæmt aflatölum var Sandfellið en vel viðraði lunga þess mánaðar hér austanlands og lítið um brælu. Mynd Loðnuvinnslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.