Málefnasamningur á Héraði: Farið yfir forsendur fjármála

meirihlutaskipti_fljotsdalsherad.jpgGreina á stöðu fjármála og fara yfir forsendur fjárhagsáætlunar samkvæmt málefnasamningi nýs meirihluta á Fljótsdalshéraði sem undirritaður var í gær. Þar segir einnig að tilvera og sjálfstæði allra grunnskólanna í sveitarfélaginu skuli tryggt.

 

Þegar niðurstaða úr úttekt á fjármálum sveitarfélagsins liggur fyrir á að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og fara yfir þá kosti sem eru í stöðunni. Skoða á stjórnsýslu sveitarfélagsins en hlífa velferðarþjónustunni eftir fremsta megni í niðurskurði.

Tryggja á tilveru og sjálfstæði allra grunnskólanna á Fljótsdalshéraði. Við undirritun samningsins sögðu oddvitarnir að ekki stæði til að sameina yfirstjórnir skólanna. Breytingar á rekstrarumhverfi tónlistarskólanna verða aðeins í samráði við skólasamfélagið að því gefnu að raunverulegur fjárhagslegur eða faglegur ávinningur sé af þeim. Stofnun listaskóla verður frestað og hugmyndir um hann endurskoðaðar.

Heildstæði fjölskyldustefna Fljótsdalshéraðs á að vera tilbúin fyrir áramót. Stefnt er að opnara aðgengi að bæjarfulltrúum með spjall- og borgarafundum.

Meirihlutinn vill efla fullvinnslu afurða á svæðinu og nýtingu heits vatns. Fráveitur sveitarfélagsins verða væntanlega færðar undir HEF sem verði í eigum samfélagsins.

Ekki verða opnuð ný byggingarsvæði í bili og skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum endurskoðað. „Þegar aðstæður leyfa skal horft til viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða, starfsmanna- og búningsaðstöðu við Íþróttamiðstöðina og viðbyggingar við Safnahúsið.“

Málefnasamningurinn í heild.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.