Mjóafirði úthlutað byggðakvóta á ný

Mjóifjörður hefur fengið 15 tonnum úthlutað af byggðakvóta en engum kvóta hefur verið úthlutað þangað síðustu tvö fiskveiðiár. Stöðvarfjörður fær mest austfirskra sjávarbyggða úr almennri úthlutun byggðakvóta.


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutaði í byrjun vikunnar almennum byggðakvóta, alls 5.374 þorskígildislestum, fyrir fiskveiðiárið 2019/20. Það er 797 lestum minna heldur á síðasta fiskveiði ári. Samdráttur á Austurlandi er 16 lestir, sem er í minna lagi þegar landshlutarnir eru bornir saman.

Á Austurlandi eru helstu tíðindin þau að byggðakvóta er úthlutað á ný til Mjóafjarðar eftir tveggja ára hlé. Úthlutunin er 15 tonn, sem er sami byggðakvóti og byggðarlagið fékk frá fiskveiðiárinu 2006/7 til 2016/17.

Mest hlutfallsleg aukning er á Vopnafirði en samdráttur á Borgarfirði. Mest af almennum kvóta, 109 tonn, fara á Stöðvarfjörð. Djúpivogur fær hins vegar mest, 300 tonn sem eru sérstök úthlutun frá Byggðastofnun.

Eftirtaldir staðir á Austurlandi fá úthlutað almennum byggðakvóta 2019/20 í þorskígildistonnum.

StaðurÚthlutað 19/20Úthlutað 18/19Breyting milli ára %Þar af sértækur kvóti
Vopnafjörður 44 15 236,8% 0
Borgarfjörður 26 41 -27,2% 0
Mjóifjörður 15 0 - 0
Stöðvarfjörður 109 124 -15% 0
Breiðdalsvík 75 90 -15% 0
Djúpivogur 300 300 0 300

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar