Orkumálinn 2024

Engir kólígerlar á Eskifirði

Fyrr í dag barst tilkynning um að fundist hefðu kólígerlar í neysluvatni í Eskifirði en það reyndist vera rangt. 

 

Engir kólígerlar fundust í neysluvatni í Eskifjarðar en mistök urðu við reglulega sýnatöku. „Neysluvatn Eskfirðinga kemur ofan úr fjalli eða úr Lambeyrardal. Þaðan rennur það í vatnstankinn þar sem vatnið er geislað áður því er hleypt inn á veitukerfið. 

Sitthvoru megin við geislunartækið eru kranar og sýnin sem voru tekin komur úr vitlausum krana eða þeim sem snýr að fjallinu,“ segir Marínó Stefánsson, sviðstjóri framkvæmdarsviðs Fjarðabyggðar.

Sýnið innihélt semsagt vatn sem var ekki búið að fara í gegnum geislunina og er því allt í lagi með vatnið í Eskifirði og drykkjarhæft.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.