Minnst af COVID smitum á Austurlandi

Annan daginn í röð finnast yfir 100 COVID smit á landinu en þau voru 115 í gærdag. Af einstökum landshlutum er minnst af smitunum á Austurlandi.

Á vefsíðunni covid.is kemur fram að í dag eru aðeins 3 einstaklingar í einangrun á Austurlandi og 6 í sóttkví. Vestfirðir koma næst með 9 einstaklinga í sóttkví og 11 í einangrun.

Staðan er verst á höfuðborgarsvæðinu þar sem 648 einstaklingar eru í einangrun og 1.752 í sóttkví.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur hvatt fólk í fjórðungnum að huga að persónubundnum sóttvörnum. Einnig hefur aðgerðastjórin mælst til þess að grímur séu notaðar í verslunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.