Minna Austfirðinga á að gæta sín í fjölmenni

Ekki hefur fjölgað í hópi þeirra Austfirðinga sem eru í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins síðan fyrir helgi. Þeir eru níu talsins samkvæmt tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi frá sér í gærkvöldi.

Fjögur ný smit hafa greinst á landinu á innan við viku, öll á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnayfirvöld fylgjast náið með þróun mála þar en á fimmta hundrað manns á landinu öllu eru í sóttkví.

Því beinir aðgerðastjórnin þeim tilmælum til Austfirðinga að huga vel að eigin smitvörnum, gæta að sér í fjölmenni, halda fjarlægð, þvo sér reglulega um hendur og bera spritt á snertifleti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.