Miklir vatnavextir í Lagarfljóti ógna ekki Egilsstaðaflugvelli

„Við erum sannarlega að vakta þetta hjá okkur en það vantar enn mikið upp á að þetta valdi okkur hér einhverjum vandræðum,“ segir Ásgeir Rúnar Harðarson, umdæmisstjóri Isavia á Egilsstaðaflugvelli.

Miklir vatnavextir hafa verið í Lagarfljóti sem og öðrum ám og lækjum austanlands og ekkert lát virðist á næstu daga ef marka má spár Veðurstofu Íslands. Þar bæði áframhaldandi rigningar fram á þriðjudag sem og óvenjulegur lofthiti framyfir helgina.

Vatnshæð fljótsins er komin hátt upp að brúargólfi Lagarfljótsbrúar en Ásgeir segir töluvert vanta upp á að starfsemi á flugvellinum geti raskast jafnvel þó vel bæti í umfram það sem nú er.

„Miðað við reynslu fyrri tíma þá vantar enn tæpar meter upp á að það fari að flæða að og þá aðeins að akvegi en ekki flugbrautinni sjálfri. Við erum auðvitað með hugann við þetta en það þarf að bæta mikið í til að starsfsemin raskist nokkuð.“

Mynd tekin um hádegisbil í dag fyrir framan flugvallarstæðið. Kunnugir segja allnokkur ár vera síðan svo mikið sást í fljótinu en engin hætta er á að það hafi áhrif á flugvöllinn eða starfsemi þar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.