Orkumálinn 2024

Mikilvægt að tapa ekki gleðinni

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir Austfirðinga á að huga að andlegu ástandi, bæði hjá sjálfum sér og öðrum á tímum samkomutakmarkana á tímum Covid-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar frá í gærkvöldi.

Enginn er með virkt smit á svæðinu en þótt ástandið sé gott eru sóttvarnareglur þess eðlis að þær geta verið íþyngjandi fyrir marga. Þá er mikilvægt að tapa ekki gleðinni heldur njóta þess að vera til.

„Ein leið til þess er að heyra reglulega í okkar nánustu og í öðrum þeim er kunna að eiga erfiða tíma. Skimum yfir sviðið hvert og eitt okkar og hjálpumst að við gleðja hvert annað,“ segir í tilkynningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.