Mikill viðbúnaður vegna ótta um að börn hefðu orðið undir snjónum

Mikill viðbúnaður var við Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði um klukkan tvö í gær eftir að óttast var að börn hefðu orðið undir snjóflóðið sem hrundi af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar.


Sjúkrabílar, lögreglubílar og íbúar úr nágrenninu þustu björgunarsveitir á staðinn. Lögreglan veitti björgunarsveitum leyfi til forgangsakstur en þær voru við snjóflóðaleitaræfingar í Oddsskarði með snjóflóðaleitahunda, leitarstangir og skóflur.

Vel gekk að leita í snjónum umhverfis húsið og klukkustund eftir að útkallið barst var björgunarsveitafólk búið að fínkemba svæðið og leita af sér allan grun.

fjardabyggdarholl snjoflod 20170320 1

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar