Mikill snjór á Mjóafjarðarheiði - Myndir

Snjómokstursmenn þurftu að moka sig í gegnum allt að fimm metra háa skafla þegar þeir opnuðu veginn í síðustu viku. Þar til hafði leiðin verið meira og minna lokuð frá í október.

Fjóra daga tók að opnaheiðina en það tókst á miðvikudag í síðustu viku. Fyrst í stað var aðeins einbreið slóð fyrir jeppa, með útskotum í gegn en síðan hefur leiðin verið breikkuð. Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar í dag er leiðin greiðfær og því fær öllum bílum.

Snjórinn er nú á undanhaldi en enn má sjá ummerki á heiðinni eftir óvenju snjóþungan vetur, eins og meðfylgjandi myndir úr ferð Austurfréttar seinni part föstudags bera með sér.

 M1T5998 Web
 M1T6005 Web
 M1T6006 Web
 M1T600 Web
 M1T6029 Web
 M1T6033 Web
 M1T6037 Web
 M1T6038 Web
 M1T6043 Web
 M1T6044 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.