
Mikael áfram með KFA
Knattspyrnufélag Austfjarða hefur staðfest að Mikael Nikulásson þjálfi liði áfram út árið 2024. Jóhann Ragnar Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans.Þetta var staðfest á föstudag. Mikael og Jóhann leiddu liðið í sumar þegar það lenti í þriðja sæti deildarinnar á markahlutfalli.
Þá voru kynntir nýir samningar við fjölda leikmanna. Marteinn Már Sverrisson, sem skoraði tíu mörk í sumar framlengir til ársins 2025 en aðrir út næsta sumar. Þeirra á meðal er Esteban Selpa, sem skoraði einnig tíu mörk í sumar.
Aðrir eru Geir Sigurbjörn Ómarsson, Zvonimir Blaic, Patrekur Aron Grétarsson og Dagur Þór Hjartarson. Þá kemur Birkir Ingi Óskarsson aftur austur eftir eitt ár hjá Þór Akureyri.
Ný stjórn tók við KFA í haust. Við það tilefni lét Magnús Björn Ásgrímsson, sem í áratugi hefur verið formaður knattspyrnudeildar Leiknis Fáskrúðsfirði af störfum. Það gerði einnig Hilmir Ásbjörnsson sem lengi hefur verið í stjórn Fjarðabyggðar.
Hilmar Jökull Stefánsson er nýr formaður. Með honum í aðalstjórninni eru Jón Gunnar Sævarsson, Svanur Freyr Árnason og Margrét Bjarnadóttir. Varamenn eru Birgir Jónsson og Ólafur Kristinn Kristínarson.
Mynd: Unnar Erlingsson