Orkumálinn 2024

Miðflokkurinn skoðar framboðsmál eftir þinglok

Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða leið verður farin hjá Miðflokkinum við val á framboðslista fyrir þingkosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hefur staðfest að hann gefi áfram kost á sér í Norðausturkjördæmi.

„Ég verð í mínu kjördæmi, kjördæminu sem fann mig upp sem stjórnmálamann og tók mér svo vel og mér þykir svo vænt um,“ sagði Sigmundur Davíð í Kastljósi í gærkvöldi.

Aðspurður um hvenær yrði raðað á listann svaraði hann að það yrði væntanlega að loknu þingi.

Það sama sagði Hólmgeir Karlsson, formaður kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi, í samtali við Austurfrétt í morgun. Sem stæði væri lítið að frétta af framboðsmálum flokksins á svæðinu.

Samkvæmt lögum flokksins getur stjórn kjördæmafélags valið hvort skipuð sé uppstillinganefnd eða fimm efstu menn á lista kosnir á almennum félagsfundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.