Metveiði í Selá enn eitt árið

Metveiði var í Selá í Vopnafirði sjötta árið í röð. Útlit er fyrir að fleiri en tvö þúsund laxar veiðist þar þetta sumarið.

 

Veiðipressan greinir frá þessu. Þar segir að opnunin í lok júní hafi verið sú besta í sögunni og lax dreifst fljótt og vel yfir alla ána.

Laxateljari er í neðri fossi árinnar og þar hafa um 1900 laxar farið um. Það er óvenju mikið og eru menn því bjartsýnir á haustveiðina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.