Metveiði í Breiðdalsá í sumar

jokuldalslax.jpgNýtt met var slegið í veiði í Breiðdalsá í sumar þegar 1430 laxar komust á land. Stærsti laxinn var tíu kílógramma hrygna. Ríflega fimm hundruð laxar veiddust á Jöklusvæðinu.

 

Þetta kemur fram í frétt á vef veiðiþjónustunnar Strengja. Þar segir að jöfn veiði hafi verið í Breiðdalsá allt sumarið, nema í byrjun júní þegar flæddi.

Þröstur Elliðason, stjórnandi veiðiþjónustunnar, veiddi sjálfur stærsta laxinn, 97 cm og 10 kg hrygnu í byrjun ágúst. Nokkrir stórir sluppu þó.

Silungsveiðin var minni en oft áður. Um 200 urriðar komu á land og um 100 bleikjur. Þröstur segir það þá veiði nokkur vonbrigði, sérstaklega í sjóbleikju.

Á Jöklusvæðinu, með þveránum Laxá, Fossá og Kaldá, veiddust 507 laxar og 57 laxar til viðbótar í Fögruhlíðará. Mikið af vænum laxi veiddist og segir Þröstur að ekki sé síður von á stórlöxum þar en í Breiðdalsá þegar fram í sækir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.