Metúrkoma víða á Austurlandi í maí

egs_snjor_23052011.jpgÚrkomumet voru slegin víða á Austurlandi í síðastliðnum maímánuði. Kuldamet var sett á Brúarjökli.

 

Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar fyrir veðrið í maí. Þar segir að úrkomumet hafi verið slegin á nokkrum stöðum á svæðinu frá Vopnafirði suður í Neskaupstað. Í norðanáhlaupi 23. og 24. maí snjóaði víða á svæðinu.

Hiti var örlítið yfir meðaltali á Dalatanga og Teigarhorni en undir á Egilsstöðum. Hretið kom eftir hlýindaskeið í byrjun mánaðarins.

Lægstur meðalhiti í byggð í mánuðinum mældist 2,3°C í Möðrudal. Á mönnuðum stöðvum mældist hitinn hæstur á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði þann 2. maí, 17,2°C.

Lægstur hiti mánaðarins mældist -13,8°C á Brúarjökli þann 25. maí. Þetta er lægsti hiti sem mælst hefur á landinu þennan ákveðna dag. Dægurmet var slegið þar daginn áður.

Mesta snjódýpt í mánuðinum mældist á 25 sentímetrar á Grímsstöðum á Fjöllum þann 24. maí. Þremur dögum fyrr var 21 sm snjór á Hánefsstöðum í Seyðisfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.