Mesta úrkoma landsins í Neskaupstað

Í dag mælist mesta úrkoman í Neskaupstað yfir allt landið. Kemur þetta heim og saman við úrkomu síðustu daga en starfsfólk á snjóruðningstækjum hefur vart haft undan við að moka götur og er að heilu dagana að halda götum hreinum í Neskaupstað.


Í Neskaupstað hefur úrkoma mælst 16,2 mm í dag og þar á eftir kemur Seyðisfjörður með 7,2 mm. Síðasta klukkutímann hefur úrkoma verið 0,4 mm í Neskaupstað og 0,3 mm á Seyðisfirði.

Veðurstofa Íslands spáir minnkandi norðaustanátt og snjókoma um landið norðan- og austanvert og síðar él. Norðan 5-10 og dálítil él, en hægari í nótt. Hæg breytileg átt á morgun, léttskýjað og frost 2 til 7 stig. Gildir þessi spá næstu tvo daga um Austfirði.

Fólk er hvatt til að fara varlega því hálka getur leynst á götum og gangstéttum.

 

Bíll á bólakafi. Sendum eiganda bílsins báráttukveðjur. Mynd: BKG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.