Mesta bongóblíða sumarsins á Vopnafirði

Mesta bongóblíða sumarsins ríkir nú á Vopnafirði. Hitinn þar í augnablikinu er rúmar 23 gráður og logn og segir Fanney Hauksdóttir eigandi verslunarinnar Kauptúns að hún muni ekki eftir öðrum eins hita í sumar.

Hitanum fylgir mistur í augnablikinu en kannski nær sólin í gegn síðdegis. Fanney segir að margir ferðamenn séu staddir í bænum þessa stundina og brjálað að gera.

Um hádegið fór hitinn í 24,6 gráður á Skjaldþingsstöðum er er hæsti hiti sem mælst hefur á landinu, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Veðrið hefur leikið við Vopnfirðinga það sem af er vikunni en þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem hitinn fer þar yfir 20 gráður.

Fanney og Eyjólfur Sigurðsson sem reka Kauptún. Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.