Menn verða að vera þolinmóðir í loðnuleitinni

Slæmt veður hefur hamlað því að Börkur frá Neskaupstað geti farið að hífa upp torfur af loðnu sem vitað er um á Halamiðum.

Vindur á svæðinu fór í allt að 28 metra á sekúndu samkvæmt Hjörvari Hjálmarssyni, skipstjóra á Berki, en skipið var þá statt djúpt vestur á Hala í leit að loðnu fyrr í dag að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Það er semsagt loðna hér á ferðinni en það er fyrst núna sem við verðum varir við einhverjar alvörulóðningar. Menn verða að vera þolinmóðir í loðnuleitinni. Þetta á allt eftir að koma og það er mikilvægt að fylgjast vel með. Loðnutorfurnar sem við sjáum hér standa djúpt en við sjáum til hvað gerist þegar veðrið batnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.