Mengandi efni enn yfir mörkum í fráveitu MS á Egilsstöðum

Heilbrigðisnefnd Austurlands segir að enn sé magn mengandi efna í fráveitu yfir starfsleyfismörkum Mjólkursamsölunnar (MS) á Egilsstöðun. „Heilbrigðisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í hreinsun fráveituvatns frá mjólkurstöðinni en bendir á að magn mengandi efna í frárennsli er þó enn yfir starfsleyfismörkum,“ segir í nýlegri fundargerð nefndarinnar.

Samþykkt var að veita fyrirtækinu frest til 1. desember nk. til að ljúka úrbótum eða leggja fram tímasetta úrbótaáætlun.

Fram kemur að búnaður til að hreinsa fráveituvatn frá MS var settur upp í árslok 2019 og sýni var tekið úr fráveituvatni í sumar. Samkvæmt niðurstöðunum er magn fitu og svifagna nú innan marka starfsleyfis.
„Þrátt fyrir að styrkur COD í fráveituvatni hafi lækkað umtalsvert en hann samt enn yfir starfleyfismörkum,“ segir í fundargerðinni. „Í bréfi dags 18. september sl. kemur fram að fyrirtækið hafi fest kaup á búnaði til enn frekari síun á mysu og hann verði settur upp á næstu vikum.

Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að áform fyrirtækisins um frekari hreinsun gangi eftir.

Á vefsíðu MS segir að stöðin á Egilsstöðum tekur á móti 7,2 milljónum lítrum af mjólk frá 36 bændum og sinnir dreifingu frá Vopnafirði að Jökulsárlóni auk þess að annast flutninga milli Egilsstaða og Akureyrar. Helstu framleiðsluvörur eru kryddsmjör og Mozzarella- og Ricotta-ostar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.