Meirihluti í höfn á Vopnafirði

Betra Sigtún og Framsóknarflokkur og óháðir hafa gert með sér samkomulag um samstarf í meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fyrir nýhafið kjörtímabil. Framboðin eru sammála um að byggja sundlaug í þéttbýlinu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framboðunum í dag.

Þau munu skipta oddvitaembættinu á milli sín, Sigríður Bragadóttir leiðtogi Framsóknarflokks gegnir því fyrstu tvö árin en Stefán Grímur Rafnsson, leiðtogi Betra Sigtúns, tekur við 2020.

Í tilkynningunni er tæpt á helstu atriðum úr málefnasamningi. Þar kemur meðal annars fram að framboðin séu sammála um að byggja sundlaug við íþróttahúsið, að undangenginni íbúakönnun.

Þá á að halda áfram byggingu vallarhúss og vinna viðhaldsáætlun fyrir eignir sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að hreppsráð, ígildi bæjarráða annars staðar sem vinnur mál milli funda hreppsnefndar, taki til starfa á kjörtímabilinu. Starf sveitarstjóra verður auglýst að loknum fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar sem fyrirhugaður er föstudaginn 15. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.