Meirihlutaviðræðum lokið í Fjarðabyggð

Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir hafa lokið gerð málefnasamnings sem nýr meirihluti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar byggir á.

Samningurinn verður kynntur fyrir félögunum sem standa að baki framboðunum og undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar þann 11. júní.

Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, verður formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknar og óháðra, forseti bæjarstjórnar, líkt og hann hefur verið frá 2010 en þá í meirihluta með Sjálfstæðisflokki.

Flokkarnir hafa sammælst um að staða bæjarstjóra Fjarðabyggðar verði auglýst og að þeir standi saman að ráðningu hans.

Jafnrétti og jöfnuður verður grundvöllur samstarfs flokkanna. Allar ákvarðanir verða teknar með hliðsjón af hagsmunum íbúa og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins segir í tilkynningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.