Orkumálinn 2024

Matthildur nýr rekstrarstjóri í Valaskjálf

Matthildur Stefanía Þórsdóttir hefur verið ráðin sem nýr rekstrarstjóri Valaskjálf á Egilsstöðum. Hún hefur víðtæka reynslu af viðburða- og ferðaþjónustu bæði hér heima og erlendis.

Matthildur nam viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst og fór síðan í mastersnám til Mílanó þar sem hún lauk prófi í rekstri opinberra og alþjóðlegra stofnana.

Hún hefur víðtæka reynslu af störfum í viðburða- og ferðaþjónustu síðustu ár en hún hefur meðal annars stýrt uppsetningu lúxusviðburða Amber Lounge Formula 1 Grand Prix Events um allan heim og var viðskiptastjóri fyrir rekstur lúxussnekkja hjá Camper & Nicholsons í Suður-Frakklandi.

Matthildur hefur frá árinu 2015 starfað sem verkefnastjóri stefnumótandi verkefna hjá Bláa lóninu og stýrt þar verkefnum á borð við innleiðingu aðgangs- og verðstýringarkerfis Bláa lónsins. Hún skipulagði lokun lónsins vegna endurbóta í janúar 2016 ásamt því að koma að vinnu við skipulagningu og þróunar reksturs nýs hótels og heilsulindar Bláa lónsins, The Retreat hotel & spa, sem opnaði í apríl 2018.

Matthildur flytur hingað frá Hafnarfirði ásamt manni sínum, Viktori Magnússyni og ungri dóttur þeirra.

Valaskjálf er fjölnota menningarhús sem á sér sögu í samfélaginu á Héraði. Í dag er þar 39 herbergja hótel, veitingastaður, ráðstefnu- og fundasalir ásamt ölstofu og skemmtistað. Valaskjálf er í eigu 701 Hotels ehf. sem einnig eiga og reka Hótel Hallormstað, Salt Café & Bistro og Skálinn Diner.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.