Mannabreytingar hjá Fljótsdalshéraði

fljtsdalshra_merki.jpgMiklar mannabreytingar eru hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Tveir forstöðumenn stofana og einn sviðsstjóri hafa tilkynnt um uppsagnir sínar. Nýr félagsmálastjóri er tekinn til starfa.

 

Ingunn Þráinsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Helgi Ásgeirsson í félagsmiðstöðinni Nýung.

Fyrr í sumar sagði Héraðsfulltrúinn Skarphéðinn Smári Þórhallsson upp störfum og fylgdi í kjölfar þriggja sviðsstjóra sem sögðu upp í byrjun sumars. Einn þeirra, þróunarstjórinn Óðinn Gunnar Óðinsson, vinnur samt fyrir sveitarfélagið til áramóta.

Guðrún Frímannsdóttir er tekin til starfa sem félagsmálastjóri en hún var ráðin til eins árs án auglýsingar. Hún var seinast fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu en áður framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur og deildarstjóri hjá félagsþjónustu Akureyrar.

Þá hefur sveitarfélagið auglýst eftir framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Hann hefur yfirumsjón með málefnum fasteigna, vegamálum og stjórnum umhverfismála. Tekið í fram í auglýsingu að hann þurfi að geta hafi störf sem fyrst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.