Orkumálinn 2024

Mannabein fundust á Vopnafirði

Staðfest hefur verið að bein, sem fundust í fjöru við Vopnafjörð í morgun, eru af manni. Þess verður freistað að bera kennsl á viðkomandi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um klukkan hálf ellefu í morgun hafi verið haft samband við lögregluna og látið vita af beinum í fjöru við Vopnafjörð og var talið að um mannabein hafi verið að ræða.

Nú hefur verið staðfest að um líkamsleifar manneskju er að ræða og er talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Lögregla hefur rannsakað vettvang i dag en ekki er grunur um að líkfundurinn tengist saknæmi atviki.

Líkamsleifarnar verða sendar til frekari rannsóknar hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra sem reynir að staðfesta kennsl þeirra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.