Orkumálinn 2024

Man ekki eftir Lagarfljótinu ísílögðu svo seint að vetri um langt skeið

„Það voru nú reyndar ekki allir sammála mér þegar ég hafði þetta á orði en ég að minnsta kosti man ekki eftir fljótinu svo ísilögðu í marsmánuði eftir að þeir veittu Jöklu í það í byrjun aldarinnar og ég stend við það,“ segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri í Hallormsstað.

Ýmsir hafa undrast að Lagarfljótið hefur verið ísilagt frá botni og alla leið að Lagarfljótsvirkjun um margra daga skeið og orsökin vitaskuld mikið og skarpt kuldakast síðustu vikuna eftir ágætan hlýindakafla þar á undan um skeið.

Það reyndar algengt að Lagarfljótið leggi í mestu frosthörkunum en þá yfirleitt aðeins í skamman tíma, dag eða tvo, en ekki marga daga í röð eins og nú er raunin.

„Auðvitað lagði fljótið oft og mikið hér á árum áður og þá ísinn svo þykkur að fólki flutti jafnvel þungt efni á sleðum eftir ísnum,“ segir Skúli. „En eins ofarlega og ég er í Hallormsstað man ég ekki eftir svona miklum ís svona seint að vetri síðan Kárahnjúkavirkjun var gangsett.“

Hann bendir á eftir að virkjunin tók til starfa og veittu Jöklu að hluta út í Lagarfljótið hafi það bæði aukið vatnsstrauminn og að vatnið sem kemur gegnum virkjunina sé fjögurra gráðu heitt eftir langt ferðalag um pípur áður en það fellur niður í Fljótsdalsvirkjun. Það þurfi því töluvert meira frost en áður til að það leggi með þeim hætti sem það hefur gert síðustu dagana.

Kuldakast verður að mestu áfram raunin á Austurlandi ef marka má spár Veðurstofu Íslands fram yfir helgina. Sjö til 15 stiga frost þann tíma ef föstudagurinn er undanskilinn þegar hitastigið á að fara rétt yfir frostmark.

Horft til austurs yfir Lagarfljótið. Tiltölulega þykkt lag af ís þekur þetta mikla fljót frá botni og nánast alla leið til sjávar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.