Make it Happen á Austurlandi

austurbru_logo.jpgAusturbrú stendur fyrir ráðstefnunni „Make it Happen” – sem er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi í lok september. Ráðstefnan er einnig lokaviðburður Evrópu-verkefnisins Creative Communities sem er unnið með samstarfsaðilum í Svíþjóð og Danmörku.

 

CC verkefnið er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins Make It Happen: Fjórir dagar smekkfullir af fyrirlestrum, sýningum, tónlist, góðum mat, vettvangsferðum og umræðum sem löngu er tímabært að eigi sér stað á Íslandi. 

Ráðstefnan, sem haldin verður 25. - 28. september, ferðast um Austfirði og kemur við á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Umræða og upplifun á hverjum stað verður tengd grasrótarstarfi og menningu svæðisins. 

Ráðstefnan hefst á þriðjudagskvöldi með formlegri opnun  í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Á miðvikudeginum er málþing á Hótel Héraði um mikilvægi þess að styðja við menningarstarf á jaðarsvæðum auk þess sem niðurstöður verkefnisins Creative Communities verða kynntar í Sláturhúsinu. 

Eftir hádegið verður farið á Seyðisfjörð í móttöku  að Skálum, hljóðlistamiðstöð en þaðan verður farið í leiðangur og ýmis listamenningar og hönnunarverkefni skoðuð. Lykilerindi verða  flutt í Herðubreið og endað með kvöldverði. 

Á fimmtudaginn ferðast ráðstefnan til Stöðvarfjarðar þar sem lykilerindi verða flutt í Sköpunarmiðstöðinni HERE með áherslu á að vinna staðbundið en í alþjóðlegum tengslum, pallborðsumræður verða í lok erinda. 

Ráðstefnunni líkur föstudaginn 28.september með vinnustofu sem haldin verður í húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum, Vonarlandi. Þar verður áhersla lögð á Destination Design eða hönnun áfangastaða. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem vilja vinna að eflingu lítilla samfélaga, vilja þróa atvinnumöguleika með vinnslu úr staðbundnum hráefnum, efla menningarstarf og auka alþjóðlega hugsun og yfirfærslu verkefna.

Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Alexander von Vegesack (DE) stofnandi Vitra Design Museum, Max Lamb (UK) hönnuður, Merilyn Keskula (EE) stofnandi ÖÖ: Was it a dream?, Daniel Bystöm (SE) frá Design Nation, Dóri Gíslason (IS) prófessor hjá KHIO í Oslo, Karin T. Larsen og Lene Römer (DK) frá CRT Bornholm, Erik Bugge (NO) menningarfulltrúi og Katla Steinsson (IS) frá Húsi Handanna eru meðal þeirra sem koma fram á ráðstefnunni og deila hugmyndum sínum og reynslu.

Nánari upplýsingar um MAKE by Þorpið og skráning á ráðstefnuna  er að finna á make.is og MakeIceland á Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.