Magnús Þór ráðinn til Faxaflóahafna

Magnús Þór Ásmundsson, fyrrum forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann tekur við starfinu í byrjun ágúst.

Magnús Þór lét af störfum sem forstjóri Fjarðaáls í byrjun ágúst í fyrra en hann hafði verið forstjóri þess frá árinu 2014. Áður var hann forstjóri Alcoa á Íslandi og þar áður framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar hjá Fjarðaáli þar sem hann kom til starfa árið 2009.

Hann er rafmagnsfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu frá DTU í Danmörku árið 1990. Að námi loknu starfaði hann hjá Marel uns hann réðist austur.

Í tilkynningu Faxaflóahafna segir að Magnús Þór hafi sem forstjóri Fjarðaáls verið ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins á Íslandi, þar með talið innleiðingu á öryggisstefnu, og samvinnu við opinbera aðila. Þar átti hann meðal annars samstarf við sveitarstjórn Fjarðabyggðar varðandi hafnamál og umhverfismál. Hann hafi á ferli sínum öðlast mikla reynslu af stjórnun og rekstri þar með talið breytingastjórnun stjórnun viðamikilla verkefna og áætlanagerð.

Magnús Þór tekur við nýju starfi þann 5. ágúst næstkomandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.