Magnús Þór lætur af störfum hjá Fjarðaáli

Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, tekur við starfinu þann 1. ágúst, þar til nýr forstjóri verður ráðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðaáli. Þar segir einnig að Magnús verði nýjum stjórnendum innan handar næstu misseri.

Magnús Þór hefur starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014.

„Tíminn hjá Alcoa hefur verið afar gefandi. Ég er þakklátur því góða starfsfólki sem ég hef unnið með og er stoltur af árangri okkar hjá Fjarðaáli í umhverfis-, öryggis- og jafnréttismálum,“ er haft eftir Magnúsi Þór.

„Magnús Þór hefur starfað fyrir Alcoa í tíu ár og verið einn af lykilmönnum í uppbyggingu Fjarðaáls frá upphafsárum þess og við þökkum Magnúsi fyrir hans góða framlag til fyrirtækisins,“ segir Kai-Rune Heggland yfirmaður álframleiðslusviðs Alcoa í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Ástralíu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.