Orkumálinn 2024

Mælast til að fólk haldi sig heima

Lögreglan á Austurlandi mælist til að íbúar fjórðungsins haldi sig heima eins og kostur er meðan bylur gengur yfir svæðið. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið vegna veðursins í dag enda skyggni á vegum afar takmarkað.

Árekstur varð á Fjarðarheiði undir klukkan þrjú í dag. Bíll sat fastur í skafli þegar annar kom og ók aftan á hann. Um svipað leyti fór bíll út af við afleggjarann til Vopnafjarðar á Möðrudalsöræfum.

Í hádeginu fór bíll út af Upphéraðsvegi við innkomuna í Egilsstaði. Ástæða óhappsins er rakin til snjós og hálku. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.

Þrátt fyrir þessi atvik segir lögregla að lítið hafi verið um óhöpp, meira um að bílar hafi setið fastir. Mjög blint er á vegum, bæði utan og innan þéttbýlis.

Almannavarnir á Austurlandi tóku á sjöunda tímanum þátt í fundi með Veðurstofunni og almannavörnum á landsvísu.

Í tilkynningu frá lögreglu, sem gefin var út eftir fundinum, eru ítrekuð tilmæli frá því fyrr í dag til íbúa um að vera ekki á ferðinni í kvöld og nótt að nauðsynjalausu. Helstu hálendisvegir, meðal annars Möðrudalsöræfi, Vatnsskarð, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Fagridalur eru lokaðir og færð á öðrum tekin að spillast. Skaplegra veðri er ekki spáð fyrr en annað kvöld þegar dregur úr snjókomu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.