Lítil hætta talin á snjóflóðum á austfirska vegi

Vegagerðin telur ekki mikla hættu á snjóflóðum á austfirska fjallvegi. Í nótt féll snjóflóð í Grænafelli á veginn yfir Fagradal.

 

Flóðið í nótt náði um 3-4 metra inn á veginn og var tæpur metri á þykkt. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að helst væri talin hætta á flóðum úr Grænafelli.

Litlar líkur eru samt taldar á frekari flóðum þar sem ekki hefur bætt verulega í snjóinn í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar