Lítil hætta talin á snjóflóðum á austfirska vegi

Vegagerðin telur ekki mikla hættu á snjóflóðum á austfirska fjallvegi. Í nótt féll snjóflóð í Grænafelli á veginn yfir Fagradal.

 

Flóðið í nótt náði um 3-4 metra inn á veginn og var tæpur metri á þykkt. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að helst væri talin hætta á flóðum úr Grænafelli.

Litlar líkur eru samt taldar á frekari flóðum þar sem ekki hefur bætt verulega í snjóinn í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.