Láran opin á ný: Sú gamla skipaði að byggt yrði upp aftur

laran_opnun.jpg
Kaffi Lára – El Grillo bar, var opnuð með pompi og prakt um síðustu helgi, en unnið hefur verið að endurbyggingu þess undanfarna mánuði eftir að húsið stórskemmdist í bruna í vor. Eyþór Þórisson, veitingamaður, segir aldrei hafa komið til greina að hætta rekstrinum.

Þó er framkvæmdum ekki lokið, þar sem aðeins neðri hæð hússins er tilbúin til notkunar en framkvæmdum við efri hæð og ytra byrði verður haldið áfram eftir áramót. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á innviðum staðarins en ytra byrðið mun halda sér að mestu óbreytt.

Sömu eigendur eru að staðnum og fyrr, en það eru feðgarnir Eyþór Þórisson og Jón Þór Eyþórsson, en þeir eru jafnframt rekstraraðilar. Jón Þór býr og starfar á Höfuðborgarsvæðinu en Eyþór á Seyðisfirði og sér um daglegan rekstur staðarins.

Föstudaginn fyrir viku var foropnun þar sem vinum og velunnurum staðarins og Eyþórs sjálfs var boðið til að fagna þessum áfanga með þeim og opnað fyrir almenning um miðnætti. Á laugardagskvöldið var svo formleg opnun. Fullt var útúr dyrum bæði kvöldin.

Ekki var annað að heyra á gestum en þeim litist vel á breytinguna og þótti flestum yndislegt að koma aftur á Láruna, sem hefur að margra sögn verið að vissu leyti eins og hjarta bæjarins.

Aðspurður hvort ekki hafi komi til greina hjá þeim að hætta rekstrinum eftir brunann svaraði Eyþór: „Nei, Lára skipaði svo fyrir, sú gamla, að þetta yrði byggt upp aftur, því hún var náttúrulega andakerling, hörku kerling. Þess vegna byggðum við þetta upp aftur.“

Nánar verður rætt við Eyþór og gesti á opnuninni í Útvarpi Seyðisfirði sem hefur jólaútsendingar á aðfangadag.
 
laran_opnun.jpglaran_opnun.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.