Loks gengu Valgerðarstaðir út

Síðla í vetur tókst loks að selja eignir Byggðastofnunar að Valgerðarstöðum 4 í Fellabæ en kaupendurnir voru aðilarnir að baki hinu þekkta fyrirtæki Nordic Wasabi.

Þetta hefur Austurfrétt fengið staðfest hjá Byggðastofnun en þær miklu eignir sem á Valgerðarstöðum eru; skemma, skrifstofuhúsnæði og stór og mikil gróðurhús, voru búnar að vera í eigu stofnunarinnar og til sölu um hvorki meira né minna en níu ára skeið. Tók stofnunin yfir eignirnar 2013 þegar gróðurfyrirtækið Barri hætti starfsemi en náði að leigja út hluta eignanna árið 2017. Engin önnur eign hefur verið svo lengi í eigu Byggðastofnunar.

Kaupverðið hefur ekki fengist uppgefið en ein ástæða þess hve illa gekk að koma þessari eign út um margra ára skeið var tiltölulega mikill kostnaður.

Ekki náðist í forsvarsmenn Nordic Wasabi.

Eignirnar sem um ræðir í Fellabæ er stór og mikil skemma, skrifstofuhúsnæði og tvö stór gróðurhús. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.