Lokað fram á laugardag?

Vísbendingar eru um að ekki verið hægt að opna fjallvegi á Austurlandi á ný fyrr en á laugardagsmorgun. Leiðir eru nú óðum að lokast vegna óveðurs.

Leiðinni yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað um klukkan þrjú í dag eftir að rúta með ferðamönnum keyrði aftan á snjóruðningstæki.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ekki sé líkur á að hægt verði að opna veginn næsta sólarhringinn. Þá megi strax í fyrramálið búast við víðtækum lokunum vega á Norður- og Austurlandi.

Þar segir að vísbendingar séu um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á Austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun.

Þæfingur er til Borgarfjarðar og þungfært til Seyðisfjarðar. Á báðum leiðum er leiðindaveður. Ófært er um Öxi, Breiðdalsheiði, til Mjóafjarðar og til Vopnafjarðar úr austri.Óveður er í Fannardal á leiðinni til Norðfjarðar.

Veginum um Skeiðarársand og Öræfi var lokað í dag. Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna hann fyrr en eftir miðjan dag á morgun. Þótt takist að opna hann á morgun er útlit fyrir lokanir í kringum Höfn aftur annað kvöld.

Veðurstofan spáir norðan og norðvestan 10-25 m/s með snjókomu eða éljagangi um allt Austurland fram á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.