Lokað á Stöðvarfirði

stodvarfjordur.jpgLandsbakinn og Íslandspóstur lokuðu í dag afgreiðslum sínum á Stöðvarfirði. Landpóstur frá Reyðarfirði þjónustar framvegis Stöðfirðinga. Fyrirkomulagið var harðlega gagnrýnt á íbúafundi í seinustu viku.

 

Í bréfi sem Stöðfirðingum var sent í seinustu vikur segir að landpóstarnir veiti sambærilega þjónustu og í póstafgreiðslunum þar sem þeir bæði dreifi og taki við pósti.

Póstinum verður dreift á milli 11:00 og 13:30 á virkum dögum en það er háð veðri og færð. Póstkassi verður settur upp við verslunina Brekku og hann tæmdur alla virka daga.

Þetta fyrirkomulag er svipað og á Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellissandi, Flúðum og fleiri stöðum af svipaðri stærð, að því er segir í bréfi Póstsins.

Stöðfirðingar gagnrýndu breytingarnar harðlega á íbúafundi í seinustu viku og spurðu meðal annars hvort Pósturinn hefði íhugað að fá sér hesta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.