Líneik Anna sækist eftir öðru sætinu hjá Framsóknarflokknum

lineik_anna_nov12.jpg
Líneik Anna Sævarsdóttir skólastjóri á Fáskrúðsfirði býður sig fram í 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 

Hún er fædd 1964, uppalin á Héraði, hefur búið á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi og býr nú í Fjarðabyggð. Hún hefur lært líffræði, kennslufræði og örlítið í stjórnun og starfað við fræðslumál síðustu 20 árin. Þá hefur hún unnið að sveitarstjórnarmálum og öðrum félagsstörfum.

„Ég legg áherslu á að vinna með hagsmuni allra Íslendinga að leiðarljósi, frá sjónarhóli þess sem hefur lifað og starfað í Norðausturkjördæmi meirihluta ævinnar. 

Ég vil hlusta á fjölbreytt sjónarmið og leggja mitt að mörkum til að finna lausnir sem byggja á grunngildum lýðræðis, jafnræðis og samfélagslegrar ábyrgðar.

Ég er tilbúin að starfa að þeim málum sem virðast stærst og brýnust hverju sinni. En ég er líka tilbúin að vinna að málum sem oft virðast léttvæg og fá litla athygli en skipta máli við mótun samfélagsins sem við búum í.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.