Öll prestaköllin á Héraði sameinuð í eitt

egilsstadakirkja.jpgÖll prestaköllin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði verða á næstunni sameinuð um eitt. Búast má við breytingum á staðsetningum presta. Eiða- og Vallanesprestakall sameinast strax.

 

Þetta var samþykkt á kirkjuþingi sem lauk á föstudag. Sameinuð verða Eiða-, Vallanes-, Seyðisfjarðar- og Vallanesprestakall í eitt prestakall, Egilsstaðaprestakall. Því verði þjónað af sóknarpresti og tveimur prestum.

Sóknarprestur Vallanesprestakalls hætti um síðustu áramót og því tekur sameining Eiða- og Vallanesprestakalla gildi strax 30. nóvember. Sameiningin tekur að fullu gildi við starfslok núverandi sóknarpresta á Seyðisfirði og Valþjófsstað.

Gert er ráð fyrir að prestur búi áfram á Seyðisfirði. Í ályktun biskupafundar er lagt til að prestarnir verði á Egilsstöðum, Seyðisfirð og Valþjófsstað en óvíst er um framtíð síðasttalda prestsetursins þegar núverandi sóknarprestur hættir.

Tillagan nú var lögð fram af biskupi Íslands en tillagan var áður til umræðu á Kirkjuþingi í fyrra. Rökin fyrir breytingunni eru breytingar á: „íbúafjölda, samöngum og samfélagsgerð, sem og nauðsyn á hagræðingu vegna þrengri fjárhags þjóðkirkjunnar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.