Lítið meiddur eftir veltu

Ökumaður fólksbifreiðar má teljast heppinn að hafa sloppið lítið meiddur eftir út af akstur í Fjarðarheiði seinni part föstudags.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun bíllinn hafa farið út af veginum og oltið þar til hann hafnaði ofan í á.

Ökumaður var einn í bílnum og slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins eru óljós en eru í rannsókn.

Þá rann bíll með ferðamönnum út af bílastæðinu við útsýnissvæðið norðan megin í heiðinni á laugardag. Bíllinn skemmdist lítið og var snarlega kippt upp á veginn aftur.

Þá var einhver erill hjá lögreglu í sambandi við bæjarhátíðina Ormsteiti sem haldin var á Fljótsdalshéraði um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.