Lítið austur úr aukaúthlutun Framkvæmdasjóðs

Aðeins eitt austfirskt verkefni er meðal þeirra fimmtán sem fengu í morgun úthlutað í sérstakri viðbótarúthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Í ljósi covid-19 faraldursins var ákveðið að úthluta 200 milljónum aukalega til fimmtán verkefna, sem sótt höfðu um í ár en ekki fengið náð fyrir augum úthlutunarnefndar í síðasta mánuði.

Austfirðingar fengu þá duglega úr sjóðnum, en Stuðlagil á Jökuldal var sá staður sem fékk næst hæstu einstöku upphæðina á landsvísu.

Nú er staðan önnur en aðeins 1,2 milljónir koma austur að þessu sinni. Þær fara til Hjarðarhaga ehf. sem hyggst bæta aðgengi fyrir ferðafólk að torfhúsum við bæinn Hjarðarhaga á Jökuldal.

Stærstu einstöku úthlutanirnar að þessu sinni er verkefni á Norðausturhorninu. Heimskautagerðið við Raufarhöfn fær 35 milljónir og gerð áningarstaðar við Hafnartanga á Bakkafirði 30 milljónir.

Frá hleðslunámskeiði við Hjarðarhaga. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.