Litahlaupið á Egilsstöðum í fyrsta sinn í sumar

Litahlaupið (The Color Run) verður haldið á Egilsstöðum í fyrsta sinn í sumar, laugardaginn 7. ágúst. Frá árinu 2015 hafa yfir 50.000 manns tekið þátt í litahlaupinu í Reykjavík og Akureyri þar sem jafnan hefur orðið uppselt á viðburðinn.


Litahlaupið er 5km löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri á hlaupaleiðinni og við endamarkið verður mikil fjölskylduskemmtun með litapúðurssprengingum.

Á Egilsstöðum verður einnig boðið upp á 3km vegalengd fyrir þá sem kjósa að hlaupa styttri vegalengd en þó verður hlaupaleiðin hönnuð þannig að þeir sem ákveða að hlaupa 3km missa ekki af litasvæðunum í brautinni.  

"Það er okkur mikið gleðiefni að tekist hafi að koma þessum ágæta fjölskylduviðburði á hér á Egilsstöðum í sumar. Við vitum að Austfirðingar vilja njóta lífsins í sumar og okkur veitir ekki af því að skreyta líf okkar með litum, tónlist, dansi og hlaupi í ágúst," segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings í tilkynningu um hlaupið.

"Egilsstaðir hafa verið lengi á kortinu hjá okkur svo það er okkur sönn ánægja að geta loksins farið með The Color Run á Austurland. Við erum sennilega öll orðin svolítið spennt fyrir að hleypa smá gleði inn í líf okkar og við ætlum að koma með litríksta viðburð sumarsins á Egilsstaði," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, skipuleggjandi The Color Run á Íslandi 

Miðasala í The Color Run á Egilsstöðum hefst með sérstakri forsölu frá fimmtudegi til mánudags á tix.is þar sem miðaverð verður aðeins 4.000 kr. fyrir staka miða og 14.000 kr. fyrir fjögurra miða fjölskyldupakka

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.