Listahátíð í Reykjavík mætt á Egilsstaðaflugvöll

Í dag klukkan 15.15 mun Listahátíð í Reykjavík stíga á svið á Egilsstaðaflugvelli. Verkið ber nafnið Einangrun. Það verður flutt aftur klukkan 18.15 í dag.


Í tilkynningu segir að þegar ljóst var að ekki yrði mögulegt að halda Listahátíð í Reykjavík með hefðbundnum hætti árið 2020 vegna heimsfaraldursins var ákveðið að dreifa úr hátíðinni yfir heilt ár.

"Þannig hefur verið boðið upp á viðburði smátt og smátt eftir því sem aðstæður hafa leyft. Nú er farið að halla undir lok þessarar lengstu hátíðar í yfir 50 ára sögu Listahátíðar en nokkrir viðburðir eru eftir núna í júní. Einangrun er einn þeirra," segir í tilkynningunni.

"Um er að ræða samskotsverk úr smiðju Leikhópsins Lakehouse þar sem raðað er saman ljóðum, örsögum og stuttum leikþáttum. Ellefu höfundar hvaðanæva af landinu lögðu til efnivið í verkið og úr varð 30 mínútna verk sem birtist okkur nú í óvenjulegu umhverfi – á flugvöllum í fjórum landshlutum. Flytjandi er Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og tónlistarmaður."

Verkið hefur áður verið flutt á Reykjavíkur- og Ísafjarðarflugvöllum og héðan fer það á Akureyrarflugvöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.